Arsenal hefur orðið fyrir áfalli en Noni Madueke verður frá næstu tvo mánuðina, hann ætti að koma aftur fyrir jól.
Madueke fór meiddur af velli í 1-1 jafntefli gegn Manchester City um helgina.
Meiðsli Madueke eru á hné en hann er ekki með slitið krossband eins og óttast var í gær.
Madueke kom til Arsenal frá Chelsea í sumar og hefur verið sprækur í fyrstu leikjum tímabilsins án þess þó að koma að marki.
Það er lán í óláni fyrir Arsenal að Bukayo Saka snéri aftur eftir meiðsli um síðustu helgi og getur komið inn í liðið.
🚨 Noni Madueke expected to be sidelined for around 2 months with knee injury. 23yo winger sustained problem in 1st half of #AFC vs #MCFC on Sunday but understood to have avoided anterior cruciate ligament (ACL) damage. W/ @ArtdeRoche @SebSB @TheAthleticFC https://t.co/c92Y6t8aS9
— David Ornstein (@David_Ornstein) September 23, 2025