fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Fengu hressilega á baukinn fyrir slæma meðferð á leigubílstjóra – Þetta gerðu þeir á meðan hann skrapp út úr bílnum

433
Sunnudaginn 21. september 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Upshot rifjaði upp rosalega sögu af Jonny Evans og liðsfélögum hans í West Brom á sínum tíma.

Leikmannahópur WBA var í æfingaferð í Barcelona árið 2018. Þá var Evans, sem í dag spilar með Manchester United, á mála hjá félaginu.

Eftir góða drykkju á hótelinu ákváðu nokkrir úr liðinu, Evans, Gareth Barry, Jake Livermore og Boaz Myhill að fara á djammið. Það var hins vegar allt lokað og enduðu þeir á að taka leigubíl á McDonalds.

Þeir sendu bílstjórann inn að panta mat en á meðan brunuðu þeir í burtu á bílnum hans.

Þeir voru á rúntinum til 5:30 um morguninn og lögðu leigubílnum fyrir utan hótelið.

Hringt var á lögreglu og málið rataði í alla fjölmiðla Bretlands, sem og víðar, í kjölfarið.

Evans var fyrirliði WBA á þessum tíma en var bandið tekið af honum fyrir athæfið í Katalóníu.

WBA féll úr ensku úrvalsdeildinni sama ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“
433Sport
Í gær

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut