fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Ronaldo reiður yfir fréttum í heimalandinu – „Fávitar sem skilja ekki neitt í fótbolta“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 20. september 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur svarað harðlega gagnrýni sem fram kom í vinsælum portúgölskum hlaðvarpsþætti, þar sem dregið var í efa ákvörðun Joao Felix um að ganga til liðs við Al-Nassr.

Felix yfirgaf Chelsea síðasta sumar og samdi við Al-Nassr, lið Ronaldo, í 26 milljóna punda viðskiptum sem gætu hækkað í 43 milljónir punda með viðbótargreiðslum.

Margir hneyksluðust á ákvörðun Felix um að fara til Sádi-Arabíu aðeins 25 ára gamall, en ákvörðunin kom í kjölfar erfiðleika hans í Evrópu. Hann kom til Chelsea frá Atletico Madrid, fyrst á láni árið 2023 og síðar með varanlegum samningi.

Í vikunni fjallaði hlaðvarpið Chuveirinho um félagaskiptin og settu spurningarmerki við það að Felix skyldi yfirgefa evrópskan fótbolta svo snemma á ferlinum.

Það vakti athygli Ronaldo, sem brást við með færslu á Instagram þar sem hann svaraði harðlega gagnrýninni.

„Fávitar sem skilja ekki neitt í fótbolta, en halda samt áfram að láta skoðanir sínar í ljós,“ skrifaði Ronaldo með færslunni, ásamt þremur hlæjandi grátbrosköllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“