Cristiano Ronaldo hefur svarað harðlega gagnrýni sem fram kom í vinsælum portúgölskum hlaðvarpsþætti, þar sem dregið var í efa ákvörðun Joao Felix um að ganga til liðs við Al-Nassr.
Felix yfirgaf Chelsea síðasta sumar og samdi við Al-Nassr, lið Ronaldo, í 26 milljóna punda viðskiptum sem gætu hækkað í 43 milljónir punda með viðbótargreiðslum.
Margir hneyksluðust á ákvörðun Felix um að fara til Sádi-Arabíu aðeins 25 ára gamall, en ákvörðunin kom í kjölfar erfiðleika hans í Evrópu. Hann kom til Chelsea frá Atletico Madrid, fyrst á láni árið 2023 og síðar með varanlegum samningi.
Í vikunni fjallaði hlaðvarpið Chuveirinho um félagaskiptin og settu spurningarmerki við það að Felix skyldi yfirgefa evrópskan fótbolta svo snemma á ferlinum.
Það vakti athygli Ronaldo, sem brást við með færslu á Instagram þar sem hann svaraði harðlega gagnrýninni.
„Fávitar sem skilja ekki neitt í fótbolta, en halda samt áfram að láta skoðanir sínar í ljós,“ skrifaði Ronaldo með færslunni, ásamt þremur hlæjandi grátbrosköllum.