fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 20. september 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annað árið í röð kom upp sú staða í umspili Lengjudeildar karla að leikmaður fékk viljandi rautt spjald, til að forða sér frá banni í mögulegum úrslitaleik um sæti í efstu deild. Birgir Jóhannsson, formaður Íslensks toppfótbolta, ÍTF, segir ljóst að breytinga sé þörf vegna þessa og enn fremur að lausnin sé í sjónmáli.

Keflavík og Njarðvík mættust í fyrri leik sínum í undanúrslitum umspilsins á miðvikudag og vann síðarnefnda liðið 1-2 sigur. Oumar Diouck skoraði annað marka Njarðvíkur en var hann svo rekinn af velli síðar í leiknum. Fékk hann sitt annað gula spjald en athygli vekur að hann var þegar kominn í leikbann vegna fyrra spjaldsins í leiknum, vegna uppsafnaðra spjalda á leiktíðinni. Hefði hann ekki fengið annað gult spjald og rautt hefði hann þó ekki verið dæmdur í bann formlega fyrr en á þriðjudag, eftir seinni leikinn við Keflavík, og þar með misst af úrslitaleik umspilsins, komist Njarðvík þangað. Eins atvik kom upp í fyrra þegar Elmar Kári Cogic, leikmaður Aftureldingar, fékk viljandi sitt seinna gula spjald undir lok fyrri leiksins við Fjölni í undanúrslitum umspilsins. Birgir ræddi þetta mál í Íþróttavikunni á 433.is.

Oumar Diouck.

„Ég held að það sé alveg ljóst að þessu þarf að breyta. Þetta hefur verið í umræðunni undanfarin ár, að gera breytingar. Við viljum að bestu leikmennirnir séu að spila en auðvitað eru menn að fá spjöld fyrir brot í leik. Spjöldin eru til að vernda leikmenn, það er tilgangur þeirra. En framkvæmdin á núverandi mótakerfi er ekki fullkomið, það var handsmíðað fyrir mörgum árum. Það ræður ekki við að senda út bönn sjálfkrafa, eins og nútímamótakerfi gera. KSÍ er að taka í gagnið nýtt mótakerfi, COMET, sem er notað hjá hátt í 30 knattspyrnusamböndum í Evrópu. Þetta verður ekki vandamál þegar það kerfi er tekið í notkun. Að því sögðu hefði ekki verið mikið mál, þó það þyrfti að gera reglugerðarbreytingu, að Aga- og úrskurðarnefnd myndu bara hittast og klára þessa úrslitakeppni sérstaklega með öðru sniði. Það er oft auðveldara að segja hlutina en að framkvæma þá en það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt,“ sagði Birgir.

Hann var spurður nánar út í hið nýja COMET-kerfi sem er á leiðinni til Íslands. Miðað við upplýsingar á heimasíðu KSÍ er stefnt að því að taka kerfið upp á næstu leiktíð.

„Það er fullkomið kerfi sem er alltaf verið að uppfæra. Ef það koma reglugerðabreytingar hjá UEFA eða FIFA þá uppfærist kerfið. Í núverandi kerfi, sem er handsmíðað, þarf forritari að fara inn í það og í forritunarvinnu. Það er liðin tíð og þetta kerfi er gamalt, dýrt og erfitt í rekstri. Í nýja kerfinu verður það svo að þegar leikmaður er farinn í bann þá fær félagið tilkynningu um það og þú getur ekki skráð hann á skýrsluna. Vandamálið hefur verið að félög hafa getað skráð leikmenn á skýrslu nema þau séu búin að fá tilkynningu um að hann séu kominn í bann eftir þessa fundi Aganefndar,“ sagði Birgir.

Hann segir þá afar vont að það leikmenn geti hagnast á því að fá spjöld.

„Ég hef bara áhyggjur af heilindum leiksins þarna. Það er aldrei gott í hvaða íþrótt sem er að þú vitir hvað er að fara að gerast.“

Birgir er þó alls ekki sammála því að þurrka eigi út spjöld alfarið áður en umspilið hefst.

„Þetta er ekki nýtt mót. Eins með Bestu deildina, þó það sé einhver skipting þá er sama mót í gangi.“

Nánar er rætt við Birgi í spilaranum hér að neðan. Samtalið við hann hefst þegar rúmar 10 mínútur eru eftir af þættinum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“
433Sport
Í gær

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi
433Sport
Í gær

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð
433Sport
Í gær

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið