fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. september 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnusambandið (FA) hefur hafið rannsókn á markverði kvennaliðs Liverpool, Rafaelu Borggrafe, vegna meintrar notkunar á rasísku orðbragði.

Borggrafe, 25 ára Þjóðverji sem gekk til liðs við Liverpool frá SC Freiburg í júlí, er sögð hafa notað óviðeigandi orðalag sem innihélt kynþáttafordóma á undirbúningstímabili liðsins, að sögn fjölmiðla á Englandi.

Í yfirlýsingu frá Liverpool segir: „Liverpool Football Club er meðvitað um meint brot leikmanns kvennaliðs félagsins þar sem talið er að hún hafi notað rasískt orðalag. Félagið hefur fylgt öllum sínum verkferlum í hvívetna og vísað málinu áfram til FA, sem nú rannsakar það með fullum stuðningi frá okkur.“

„Við fordæmum hvers kyns mismunun, hún á hvorki heima í fótbolta né samfélaginu. Við getum ekki tjáð okkur frekar að svo stöddu vegna rannsóknarinnar,“ segir í yfirlýsingu Liverpool.

Borggrafe var ekki með í fyrsta leik tímabilsins, Merseyside-slögnum gegn Everton á Anfield, og sagði þjálfari Liverpool, Gareth Taylor, að fjarvera hennar væri máls innan veggja félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mourinho sendir pillu til Tyrklands og segist hafa valið rangt

Mourinho sendir pillu til Tyrklands og segist hafa valið rangt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enski landsliðsmaðurinn áfram á blaði Chelsea – Fylgjast með samningaviðræðum hans

Enski landsliðsmaðurinn áfram á blaði Chelsea – Fylgjast með samningaviðræðum hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Táknmynd glataðra tækifæra að losna úr fangelsi – Unnusta hans lést eftir af hafa tekið heróín

Táknmynd glataðra tækifæra að losna úr fangelsi – Unnusta hans lést eftir af hafa tekið heróín