fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

433
Föstudaginn 19. september 2025 20:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa líklega fáir gengið lengra í að reyna að halda framhjáhaldi sínu leyndu en fyrrum knattspyrnumaðurinn Kolo Toure. The Upshot fjallar reglulega um málefni knattspyrnumanna utan vallar og rifjar upp góðar sögur. Í þetta sinn var Toure tekinn fyrir.

Það var árið 2010 sem Toure, sem þá var á mála hjá Manchester City, hóf framhjáhald með 22 ára gömlum nemanda, Kessel Kasuisyo. Þau hittust fyrir utan næturklúbb í Manchester, skiptust á símanúmerum og hittust á hóteli daginn eftir.

Kessel sagði síðar meir að hún hafi kannast við Toure. Hún var hins vegar ekki mikið fyrir fótbolta og áttaði sig því ekki alveg á hver Toure væri. Hann sagðist sjálfur vera bílasali frá Gana sem hafði flust til Manchester til að mennta sig.

Tvöfalt líf Toure stóð yfir í tvö ár og átti hann útskýringar fyrir öllu á reiðum höndum. Hann hringdi til að mynda alltaf úr leyninúmeri svo Kessel „þyrfti ekki að eyða pening í símtölin.

Þetta gekk svo langt að Toure bað Kessel á endanum.

Í eitt skipti lét Toure sig hverfa í langan tíma en hafði útskýringu fyrir því. Hann sagðist þurfa að fara til Gana að selja nokkra bíla. Sannleikurinn var hins vegar sá að hann var farinn til Fílabeinsstrandarinnar, hans raunverulega heimalands, til að giftast eiginkonu sinni.

Toure var alltaf mjög upptekinn af því að Kessel tæki ekki myndir af sér. Hún náði því þó einu sinni og sendi á vinkonu sína. Sú sá strax hver þetta var og sagði Kessel að fletta Kolo Toure upp.

Þar sá hún unnusta sinn lyfta úrvalsdeildarbikarnum með Arsenal, myndir úr brúðkaupi hans og margt fleira. Þar með var metnaðarfullu framhjáhaldi knattspyrnumannsins lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu