fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

433
Föstudaginn 19. september 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátturinn Big Ben á Sýn Sport var í beinni útsendingu í gærkvöldi, það er Guðmundur Benediktsson sem stýrir þættinum en hann fékk til sín góða gesti í gær. Einn af gestunum í gærkvöldi var Kristinn Kjærnested fyrrum formaður knattspyrnudeildar KR.

Í þættinum er oftar en ekki opnað fyrir símann og í gærkvöldi hringdi Kjartan Henry Finnbogason fyrrum framherji KR og nú aðstoðarþjálfari FH inn í þáttinn.

Kjartan ólst upp í KR og hefur sterka tengingu við félagið, honum lá ýmislegt á hjarta.

„Ég er með eina spurningu, kannski tvær. Ég er með spurningu á minn formann (Kristinn), nú var það fyrsta verkefni Bjarna Guðjónssonar sem framkvæmdarstjóra KR að koma með nýja útgáfu af laginu Allir sem einn. Breyta laginu í hvorugkyn, Öll sem eitt. Hvað finnst þér um það?,“ sagði Kjartan og sjá mátti á svipbrigðum Kristins að hann átti ekki endilega von á þessari spurningu.

„Hann er ekki lengur í vinnu hjá KR, það er búið að svara spurningunni,“ sagði Kristinn til að byrja með en hann hætti sem formaður KR árið 2019 eftir mikla sjálfboðavinnu fyrir félagið. Laginu ódauðlega sem KR-ingar hafa sungið í mörg ár var breytt fyrir nokkrum árum

„Þetta hefði ekki gerst hjá KR á minni vakt. Seinni útgáfan af laginu er fín, þetta er bara allir sem einn. Mér finnst það síðra en Allir sem einn,“ sagði Kristinn sem hélt líklega að nú væri hann sloppinn úr hitaklefa Kjartans, svo var ekki.

Kjartan nefnilega vildi fá svar við spurningu um stöðu karlaliðs KR í dag sem berst fyrir lífi sínu, spurði hann út í orð sem Magnús Orri Schram, formaður deildarinnar í dag lét falla á dögunum. „Ég er með eina bónusspurningu, nú kom nýr formaður KR og sagði að liðið væri á réttri leið og að fall úr efstu deild væri ekki það versta í heimi. Hvað segirðu um það?,“ sagði Kjartan í beinni útsendingu á Sýn.

„Ég held að hann hafi mismælt sig, það er grafalvarlegt ef karla og kvennaliðið yrðu í næst efstu deild,“ sagði Kristinn um sitt gamla félag.

„Það er ótækt, ég held að vegferðin sem menn hafa talað um, ég trúi ekki að þeir falli. Það gerist í fallbaráttu að þetta snýst ekkert um fótbolta lengur heldur um baráttu og tæklingar. Menn verða að vera til í það, ég hef áhyggjur af mínum mönnum þar,“ sagði Kristinn.

Sigurbjörn Hreiðarsson var einn gesta þáttarins og hafði þetta að segja um spurningar Kjartans. „Hann var beittur, flugbeittur,“ sagði Sigurbjörn og Kristinn svaraði um hæl.

„Karlinn er á floti hérna,“ sagði Kristinn og fannst augljóslega óþægilegt að svara þessum spurningum í beinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistaradeildin: Rashford magnaður í sigri á Newcastle – City tókst að klára tíu leikmenn Napoli

Meistaradeildin: Rashford magnaður í sigri á Newcastle – City tókst að klára tíu leikmenn Napoli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Táknmynd glataðra tækifæra að losna úr fangelsi – Unnusta hans lést eftir af hafa tekið heróín

Táknmynd glataðra tækifæra að losna úr fangelsi – Unnusta hans lést eftir af hafa tekið heróín
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tók fram úr David Beckham í gær

Tók fram úr David Beckham í gær
433Sport
Í gær

Skýr skilaboð eftir hörmulega byrjun – Fær nýjan samning

Skýr skilaboð eftir hörmulega byrjun – Fær nýjan samning
433Sport
Í gær

Magnað afrek Arsenal – Geta bætt metið enn frekar

Magnað afrek Arsenal – Geta bætt metið enn frekar