Steven Gerrard fyrrum fyrirliði Liverpool er líklegastur til þess að taka við starfinu hjá Wrexham sem gæti farið að losna.
Gerrard hefur verið án starfs eftir að hafa yfirgefið Al-Ettifaq í Sádí Arabíu í janúar, hann var þar í átján mánuði.
Áður hafði Gerrard stýrt Aston Villa og Rangers, hann gerði vel í Skotlandi en var í vandræðum hjá Villa.
Rob McElhenney og Ryan Reynolds eigendur Wrexham hafa dælt peningum í félagið sem hefur því skilað því upp í næst efstu deild.
Félagið hefur hins vegar farið illa af stað í vetur og er farið að hitna hressilega undir Phil Parkinson stjóra liðsins.
Ensk blöð segja að eigendur Wrexham skoði það að ráða Gerrard sem er sagður klár í slaginn.