fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Táknmynd glataðra tækifæra að losna úr fangelsi – Unnusta hans lést eftir af hafa tekið heróín

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. september 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kerem Bulut, fyrrum sóknarmaður Western Sydney Wanderers og einu sinni talinn einn efnilegasti leikmaður Ástralíu, gæti losnað úr fangelsi í næsta mánuði eftir að hafa setið inni síðustu tvö ár vegna röð afbrota og fíkniefnaneyslu.

Bulut, sem er 33 ára í dag, glataði fótboltaferlinum eftir að hann féll á kókaínprófi árið 2018 og hefur síðan þá átt í erfiðleikum með að fara eftir lögum og reglum. Hann hefur verið ákærður undir ýmsum afbrigðum nafns síns og sætt ákæru í fjölmörgum málum í dómstólum í Sydney.

Í nýjustu málsmeðferðinni játaði Bulut sök í tengslum við rán og líkamsárás sem átti sér stað í ágúst 2023, þegar hann og þáverandi kærasta hans beittu mann ofbeldi og rændu hann í íbúð í Sydney.

Fórnarlambið, 37 ára karlmaður, hafði verið blekktur í gegnum dulkóðað skilaboðakerfi og lokkaður í meint partý en var þar beittur hótunum og barsmíðum. Bulut og félagar stálu síma hans, peningum, lúxusfatnaði og öðrum verðmætum.

Kærasta Bulut, Angel Mounce-Stephens, lést skömmu síðar af völdum ofskömmtunar á heróíni sem hún hélt að væri kókaín.

Þrátt fyrir lofandi byrjun á ferlinum með landsliðinu og í A-deildinni hefur líf Bulut snúist upp í martröð og margir telja hann nú táknmynd glataðra tækifæra.

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Í gær

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu