Vitor Pereira, stjóri Wolves, er að fá nýjan samning þrátt fyrir dapurt gengi á leiktíðinni.
Pereira tók við Úlfunum á miðju síðasta tímabili og hélt þeim þægilega uppi. Í upphafi nýs tímabils hefur liðið þó tapað öllum fjórum leikjum sínum.
Stjórnin stendur þó þétt við bakið á sínum manni og er Pereira að skrifa undir þriggja ára samnings. Núgildandi samningur á að renna út næsta sumar.
Pereira er Portúgali sem hefur komið víða við á stjóraferlinum, til að mynda í Kína, Sádi-Arabíu og Brasilíu.