Cardiff City hefur ítrekað kröfu sína um að franska félagið Nantes verði dregið til ábyrgðar vegna andláts Emiliano Sala, eftir að réttarhöldum í málinu voru frestað til 8. desember.
Sala lést í flugslysi í janúar 2019, á leið sinni frá Frakklandi til Wales þar sem hann átti að ganga til liðs við Cardiff. Félögin höfðu þá komist að samkomulagi um kaupverð upp á 15 milljónir punda og Sala hafði skrifað undir.
Flugvélin sem Sala var í, lítil einshreyfils Piper Malibu hrapaði í Ermarsundið, nærri Alderney, og lét hann lífið aðeins 28 ára gamall.
Cardiff krefst nú um 104 milljóna punda í bætur frá Nantes, og byggir þá upphæð á greiningargögnum sem sýna að liðið hefði verið með 54,2% líkur á að forðast fall úr ensku úrvalsdeildinni með Sala innanborðs.
Réttarhöldin áttu að hefjast í næstu viku en hafa nú verið frestuð fram í desember.