Alexia Putellas, ein besta knattspyrnukona heims og fyrirliði Barcelona, hefur engan áhuga á að fara frá félaginu þrátt fyrir áhuga Paris Saint-Germain.
Þetta kemur fram í fréttum á Spáni, en fjallað er um það að PSG hafi verið til í að virkja 1,1 milljóna evra klásúlu í samningi Putellas.
Franska stórliðið var einnig til í að hækka laun hennar vel en vill Putellas halda tryggð við félagið sem ól hana upp. Vill hún þá endurheimta Evrópumeistaratitilinn, en liðið tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Arsenal í vor.
Putellas, sem vann Ballon d’Or verðlaunin eftirsóttu bæði 2021 og 2022, hefur tjáð æðsta fólki hjá Barcelona að hún sjái framtíð sína í Katalóníu.