fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. september 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur hjá CBS Sport, hefur vakið athygli fyrir gagnrýni sína á Chelsea og eigendurna undir forystu Todd Boehly, en hann segir félagið hafa dregist aftur úr síðan nýir eigendur tóku við.

Chelsea mætti í Meistaradeild Evrópu á ný í vikunni, eftir tveggja ára fjarveru, en þetta gerðist þrátt fyrir að félagið hafi eytt um 1,5 milljarði punda í leikmannakaup síðan Boehly og félagar tóku við.

Carragher vill þó ekki meina að þessi fjárfesting hafi skilað árangri og telur að staða Chelsea sé jafnvel verri en áður.

„Við getum ekki talað um að þetta hafi verið árangur síðustu þrjú og hálfa árið,“ sagði Carragher í útsendingu hjá CBS Sport.

„Þeir tóku við félagi þar sem Thomas Tuchel var stjóri, maður sem hafði unnið Meistaradeildina með Chelsea. Á þeim tíma voru Manchester City og Liverpool líklega bestu lið heims. Real Madrid og Chelsea voru þá þau lið sem næst kom þeim, ekki Arsenal, ekki Manchester United.“

„Svo reka þeir þann stjóra, taka lið sem var að keppa við þau bestu, og eyða tveimur milljörðum punda. Þeir eru ekkert nær því að keppa við þau bestu, í rauninni eru þeir lengra frá því núna heldur en þegar Tuchel var við stjórnvölinn.“

Chelsea vann þó bæði Sambandsdeild Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða á síðasta tímabili undir stjórn Enzo Maresca, sem margir telja vera að leggja grunn að betri tíma hjá félaginu. Carragher telur það hins vegar ekki nægilegt til að tala um árangur, í ljósi þess hversu sterkt liðið var þegar nýir eigendur tóku við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu