Stjarnan er með tæplega fjórtán stigum meira en tölfræðin í leiknum fagra gerir ráð fyrir. Stjarnan hefur sótt 40 stig í Bestu deildinni til þessa en miðað við tölfræðina ættu stigin að vera rúmlega 26 og Stjarnan í fallbaráttu.
Stjarnan er komið í titilbaráttu eftir að hafa unnið fimm leiki í röð en gríðarleg seigla í liðinu hefur skilað liðinu þangað.
Tölfræðin er reiknuð út frá XG tölfræði, það sem þú skapar og það sem þú færð á þig.
Víkingur sem er með 42 stig í deildinni er nánast á pari miðað við það og er með bestu XG tölfræðina í deildinni. Valur er á svipuðu reiki.
FH ætti miðað við tölfræði að vera með 37 stig en hefur aðeins náð í 30 stig, liðið er því ekki að nýta færin sín og hleypir inn of auðveldum mörkum.
KR sem er í harðri fallbaráttu ætti að vera með 34 stig miðað við tölfræði en er með tíu stigum minna í raun og veru. Afturelding sem situr á botni deildarinnar ætti að vera í góðri stöðu með sjö stigum meira.
Vestri hefur náð í tíu stigum meira en tölfræðin gerir ráð fyrir, tölfræðin gerir ráð fyrir því að Vestri eigi að vera á botni deildarinnar. Taflan með væntum stigum og raunveruleg tafla er hér að neðan.
Vænt stig miðað við tölfræði:
Víkingur – 39,9
Valur – 39,1
FH – 37
KR – 34
KA – 33,8
Breiðablik – 32,2
Afturelding – 28,3
Fram – 27,6
ÍBV – 26,3
Stjarnan – 26,2
ÍA – 24,8
Vestri – 18,4
Svona er taflan:
Víkingur – 42
Valur – 40
Stjarnan – 30
Breiðablik – 34
FH – 30
Fram – 29
ÍBV – 29
KA – 29
Vestri – 27
KR – 24
ÍA – 22
Afturelding – 21