fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

433
Miðvikudaginn 17. september 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan áfrýjaði dómi sem aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félagið ætti að greiða 150 þúsund króna sekt vegna háttsemi félagsins sem fólst í því að fylla leikskýrslu ranglega út fyrir leik félagsins gegn KA í Bestu deild karla þann 31. ágúst 2025.

KA gerði kröfu á 0-3 sigur í leiknum en því var hafnað á öllum stigum málsins. Sektin stendur hins vegar eftir.

Stjarnan hefur ítrekað verið sökuð um það í stjóratíð Jökuls Elísabetarsonar að skila skýrslum inn seint og illa og stundum skila inn rangri skýrslu.

Stjarnan segir í greinagerð sinni meðal annars:
Kærði krefst aðallega frávísunar en til vara að sekt sú sem ákvörðuð var í hinum kærða úrskurði verði felld úr gildi eða lækkuð. Til þrautavara krefst kærði þess að hinn áfrýjaði úrskurður verði staðfestur með vísan til forsendna hans og að öllum frekari kröfum verði hafnað. Kærði byggir á öllum sömu málsástæðum og gert var í greinargerð fyrir aga- og úrskurðarnefndar og rökstuðningi sem kemur fram í kafla VI. í hinum kærða úrskurði.

Kærði bendir á að í áfrýjandi leggi mikla áherslu á sein skil leikskýrslu í áfrýjun sinni og er öllum málsástæðum áfrýjanda um annað en að leikskýrsla hafi verið vísvitandi ranglega fyllt út mótmælt sem of seint fram komnum og byggir á því að virða beri þær að vettugi. Af hálfu kærða er á það bent að tilvísanir til frasa og sönnunarkrafna í sakamálum hafi enga þýðingu fyrir málið. Vísað er til þess að áfrýjandi haldi því fram að kærði hafi vísvitandi fyllt leikskýrslu ranglega út en að því sé hafnað af hálfu kærða. Kærði byggir á því að ekkert sé fram komið sem sýni fram á, eða sanni, að kærði hafi vísvitandi fyllt leikskýrslu ranglega út og ekkert sem hrekji lýsingu kærða um að mannleg mistök hafi átt sér stað. Af hálfu kærða er á það bent að kærði hefur gengist við mistökunum og hafði engan hag af því að leyna aðkomu starfsmannsins sem vantaði á leikskýrsluna. Að mati kærða virðist áfrýjandi halda því fram í málatilbúnaði sínum að sönnunarbyrðin eigi að vera öfug en því er mótmælt af hálfu kærða

Í dómsorði segir svo:
Hafnað er kröfu kærða um að máli þessu verði vísað frá áfrýjunardómstól KSÍ.

Staðfest er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að úrslit úr leik Stjörnunnar gegn KA sem fram fór á Samsung vellinum í Garðabæ þann 31. ágúst 2025 skulu standa óhögguð.

Staðfest er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að þjálfari og forráðamaður kærða skulu ekki sæta viðurlögum

Staðfest er sekt kærða að fjárhæð kr. 150.000,-.

Smelltu hér til að sjá dóminn í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Færir sig um set í Ástralíu

Færir sig um set í Ástralíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði