Real Madrid og PSG eru samkvæmt fréttum að bíða og vona að Arsenal takist ekki að framlengja við William Saliba miðvörð félagsins.
Þessi 24 ára franski landsliðsmaður á minna en tvö ár eftir af núverandi samningi sínum við Arsenal.
Fari svo að Arsenal nái ekki að semja við hann í vetur gæti félagið þurft að skoða sölu næsta sumar, annars gæti hann farið frítt.
Real Madrid hefur lengi verið orðað við Saliba sem er orðinn einn allra besti varnarmaður í heimi.
PSG í heimalandinu er svo sagt vera komið á borðið og farið að láta vita af áhuga sínum, eitthvað sem Saliba getur notað sér til að fá hækka launin hjá Arsenal.