Ágúst Gylfason er hættur störfum með Leikni Reykjavík en hann tók við liðinu á miðju tímabili og bjargaði því frá falli.
Ágúst tók við Leikni á slæmum stað en Ólafi Hrannari Kristjánssyni var þá nýverið sagt upp störfum.
Leiknir bjargaði sér frá falli formlega í síðustu umferð deildarinnar.
Ágúst hefur mikla reynslu úr þjálfun og hefur meðal annars stýrt Breiðablik, Stjörnunni, Fjölni og fleiri liðum með góðum árangri.
Af vef Leiknis:
Ágúst Gylfason lætur af störfum hjá Leikni.
Ágústi er þakkað fyrir mjög góð störf. Hann tók við Leikni á miðju tímabili og náði því markmiði að halda liðinu uppi í Lengjudeildinni.
Leit að þjálfara félagsins fyrir Lengjudeildina 2026 er hafin