fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. september 2025 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain vildi fá Gabriel Martinelli frá Arsenal í sumar en ekkert varð af skiptunum. The Independent segir frá.

Martinelli var orðaður frá Arsenal í sumar, sér í lagi þar sem félagið styrkti sig vel í stöðunum fremst á vellinum og Brasilíumaðurinn ekki endilega lengur hluti af besta byrjunarliðinu.

Evrópumeistarar PSG voru til í að greiða vel fyrir hann en ekkert varð af skiptunum. Mikel Arteta sér hann enn sem mikilvægan hluta af sínu liði á Emirates-leikvanginum.

Martinelli sannaði mikilvægi sitt í gær er hann kom inn á sem varamaður og kom Arsenal í 0-1 gegn Athletic Bilbao í 1. umferð Meistaradeildarinnar. Leikurinn vannst 0-2.

Martinelli gekk í raðir Arsenal frá heimalandinu sumarið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni
433Sport
Í gær

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara