Chelsea hefur nýtt sér reglu sem UEFA setti í síðustu viku. Félagið hefur tekið Dario Essugo út úr Meistaradeildarhópi sínum.
Essugo er frá í hið minnsta tólf vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum.
Facundo Buonanotte sem kom á láni frá Brighton var ekki upphaflega í Meistaradeilarhópi Chelsea en er nú mættur inn.
UEFA ákvað á dögunum að breyta regluverki sínu og getur félag skipt út leikmanni sem er alvarlega meiddur eða veikur.
Hingað til hefur félag ekki getað breytt hópi sínum en nú er það leyfilegt fram í sjöttu leikviku í Meistaradeildinni.