fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari

433
Fimmtudaginn 11. september 2025 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni KA um að taka um mál Arnars Grétarssonar gegn félaginu. Bæði Héraðsdómur og Landsréttur höfðu dæmt Arnari sigur í málinu.

KA fór með málið til hæstaréttar sem telur ekki þörf á að taka málið fyrir þar. „ Að virtum gögnum málsins verður hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni, sbr. 4. málslið sömu málsgreinar. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því hafnað,“ segir í úrskurði Hæstaréttar.

KA þarf að greiða Arnari rúmar 9 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá 5. nóvember 2023 og 2 milljónir í málskostnað. Um þetta úrskurðaði Landsréttur í sumar.

Greiðslan snýr að hlutfalli sem Arnar átti að fá greitt af ávinningi KA-manna í Evrópukeppni sumarið 2023, samkvæmt ákvæði í samningi hans.

Arnar yfirgaf KA haustið 2022 en var þjálfari liðsins tímablið sem liðið tryggði sér þátttökurétt í Evrópu. Samkvæmt ákvæðinu átti hann því að fá 10 prósent af frjárhæðinni sem félagið fengi fyrir árangur í Evrópukeppni árið eftir.

Var það einhliða ákvörðun KA að nýta ekki krafta hans í síðustu leikjum tímabilsins 2022 samkvæmt niðurstöðu landsréttar og Arnar átti því rétt á sínu hlutfalli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tjáir sig um Manchester United – „Þá er það ekkert sérstakt“

Tjáir sig um Manchester United – „Þá er það ekkert sérstakt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband
433Sport
Í gær

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
433Sport
Í gær

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur