Gianluigi Donnarumma er ekki sáttur hjá franska félaginu Paris Saint-Germain í dag en hann hefur fengið slæmar fréttir.
Donnarumma verður víst ekki aðalmarkvörður PSG næsta vetur en Lucas Chevalier mun taka hans stöðu.
Donnarumma verður samningslaus næsta sumar og mun PSG reyna að selja þann ítalska í þessum glugga.
Chevalier er keyptur frá Lille og er öflugur markvörður en hann kemur ekki til Parísar til að sitja á bekknum.
PSG hefur tjáð Donnarumma að hann verði á bekknum í vetur ef hann fer ekki annað en ensk félög eru sögð sýna honum áhuga.
Donnarumma er 26 ára gamall en hann er sagður kosta um 40 milljónir punda.