Það er alls ekki galin pæling að Cole Palmer muni einn daginn skrifa undir samning við Manchester United.
Þetta segir fyrrum þjálfari hjá félaginu, Rene Meulensteen, en Palmer er frá Manchester og studdi þá rauðklæddu sem krakki en samdi síðar við Manchester City.
Í dag er Palmer leikmaður Chelsea og er bundinn til 2033 en Meulensteen er á því máli að ef hlutirnir fara úrskeiðis í London að United væri frábær kostur fyrir enska landsliðsmanninn.
,,Þetta er ansi vitað leyndarmál að Cole Palmer er stuðningsmaður Manchester United en það sem kemur mér á óvart er að liðið reyndi ekki við hann á meðan hann var hjá City,“ sagði Meulensteen.
,,Þetta er leikmaður sem getur gert gæfumuninn – gæti hann spilað fyrir United í framtíðinni? Já ég held það, af hverju ekki?“
,,Hann er augljóslega með langan samning hjá Chelsea en stundum ganga hlutirnir ekki upp og sambandið verður súrt. Þá gæti United sýnt áhuga og þetta væri mögulega góður lendingastaður fyrir hann.“
,,Hann er að lokum stuðningsmaður United og myndi koma liðinu á hærra plan.“