Faðir varnarmannsins Cristhian Mosquera hágrét er hann sá myndband Arsenal þar sem sonurinn var kynntur til leiks.
Mosquera var staðfestur hjá Arsenal rétt fyrir helgi en hann gengur í raðir félagsins frá Valencia á Spáni.
Mosquera sá myndbandið ásamt nokkrum öðrum og þar á meðal Mikel Arteta sem er stjóri félagsins.
Faðirinn átti erfitt með að halda aftur af sér er hann sá myndbandið en auðvitað var um gleðitár að ræða.
Pabbinn gat varla verið stoltari af syni sínum sem er rétt um tvítugt og á spennandi framtíð fyrir sér.
Myndband af þessu má sjá hér.
🎥 Cristhian Mosquera’s father crying, after watching an Arsenal welcome video. ❤️🎞️
🗣️ Andrea Berta: “Your dad stayed outside… he’s crying!” 🥺 pic.twitter.com/6plJHftEDa
— DailyAFC (@DailyAFC) July 25, 2025