Viktor Gyokores er búinn að skrifa undir samning við Arsenal en frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano.
Gyokores hefur verið orðaður við Arsenal í allt sumar en hann kemur til félagsins frá Sporting.
Romano segir að Gyokores verði kynntur bráðlega en möguleiki er á að það verði strax í kvöld.
Hann mun klæðast treyju númer 14 hjá Arsenal en það er fyrrum númer goðsagnarinnar Thierry Henry.
Samningurinn er klár og hefur leikmaðurinn klárað læknisskoðun hjá félaginu.