Barcelona hefur ákveðið að selja sóknarmanninn Pau Victor en hann er genginn í raðir Braga í Portúgal.
Um er að ræða 23 ára gamlan strák sem spilaði 29 leiki fyrir Barcelona í vetur og skoraði í þeim tvö mörk.
Braga borgar 12 milljónir evra fyrir Victor sem hefur verið samningsbundinn Börsungum síðan 2023.
Hann var áður á mála hjá Girona og Sabadell en hans besta tímabil var með varaliði Barcelona þar sem hann skoraði 20 mörk í 39 leikjum.
Kaupverðið getur hækkað í 15 milljónir og gerir leikmaðurinn fjögurra ára samning.