fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 24. júlí 2025 20:26

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík er undir í leik sínum í forkeppni Sambandsdeildarinnar eftir leik við Vllaznia í kvöld.

Vllaznia er lið frá Albaníu og er 2-1 yfir eftir leikinn í kvöld sem fór fram á heimavelli þeirra.

Víkingar komust yfir eftir tíu mínútur en Karl Fiðleifur Gunnarsson kom þá boltanum í netið fyrir þá íslensku.

Vllaznia skoraði tvö mörk í seinni hálfleik til að tryggja sigur en það fyrsta var skorað á 67. mínútu og það seinna átta mínútum seinna.

Víkingar eru þó í fínni stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra hér heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lélegasti þjálfari sögunnar líklega hættur

Lélegasti þjálfari sögunnar líklega hættur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð