Víkingur Reykjavík er undir í leik sínum í forkeppni Sambandsdeildarinnar eftir leik við Vllaznia í kvöld.
Vllaznia er lið frá Albaníu og er 2-1 yfir eftir leikinn í kvöld sem fór fram á heimavelli þeirra.
Víkingar komust yfir eftir tíu mínútur en Karl Fiðleifur Gunnarsson kom þá boltanum í netið fyrir þá íslensku.
Vllaznia skoraði tvö mörk í seinni hálfleik til að tryggja sigur en það fyrsta var skorað á 67. mínútu og það seinna átta mínútum seinna.
Víkingar eru þó í fínni stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra hér heima.