Freyr Alexandersson og hans menn í Brann eru alls ekki í góðum málum í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir leik við Salzburg í kvöld.
Um var að ræða fyrri leik liðanna en Brann var 1-0 yfir þegar flautað var til hálfleiks – Sævar Atli Magnússon skoraði mark Brann.
Salzburg er frá Austurríki og er með gott lið og tókst að jafna metin á 58. mínútu og stuttu seinna komst liðið yfir.
Brann fékk svo á sig tvö mörk í lok leiksins og er 4-1 undir fyrir seinni leikinn sem fer fram í Austurríki.
Salzburg var mun sterkari aðilinn í leiknum og átti 21 skot að marki Brann sem skaut átta sinnum að marki gestanna.