fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Breiðablik niðurlægt í Póllandi

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 20:28

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er allt útlit fyrir það að Breiðablik sé úr leik í Meistaradeildinni eftir leik við pólska félagið Lech Poznan í kvöld.

Breiðablik fékk erfitt verkefni í forkeppninni en Lech er með afskaplega sterkt lið og reyndist aðeins of stór biti í kvöld.

Blikar lentu undir eftir aðeins þrjár mínútur en jöfnuðu metin á 27. mínútu – Höskuldur Gunnlaugsson gerði það af vítapunktinum.

Stuttu eftir það mark fékk Viktor Örn Margeirsson beint rautt spjald og þeir pólsku fengu sína eigin vítaspyrnu sem varð að marki.

Joel Pereira skoraði svo þriðja mark Lech stuttu eftir það eða á 42. mínútu og skoraði liðið önnur tvö áður en flautað var til hálfleiks.

Staðan var því 5-1 fyrir Lech í hálfleik og ljóst að tíu Blikar áttu gríðarlega erfitt verkefni framundan í seinni hálfleiknum.

Blikar ógnuðu lítið í seinni hálfleiknum en Lech tókst að bæta við tveimur mörkum og var það seinna úr enn einni vítaspyrnunni.

Mikael Ishak er vítaskytta Lech en hann gerði þrennu og komu mörkin öll af vítapunktinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út

Kostulegt atvik í beinni útsendingu – Virkaði áttavilltur og gekk óvænt út
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld

Þetta segja veðbankar um möguleika Íslands í kvöld