Fabrizio Romano hefur staðfest það að Brighton sé að missa lykilmann til Ítalíu.
Greint var frá því fyrr í dag að Pervis Estupinan væri á leið til Ítalíu en hann skrifar undir hjá AC Milan.
Romano hefur nú sett ‘Here we go’ við félagaskipti Estupinan sem kostar Milan um 19 milljónir evra.
Hann verður líklega aðal vinstri bakvörður Milan næsta vetur en hann var áður í stóru hlutverki hjá Brighton.
Romano segir að munnlegt samkomulag sé í höfn og að eigandi Brighton, Tony Bloom, sé búinn að samþykkja skiptin.