Manchester City er sagt vera búið að setja sig í samband við Burnley vegna markmannsins James Trafford og hefur hann samþykkt að ganga í raðir félagsins.
Þetta kemur fram í frétt Sky Sports en Trafford er uppalinn hjá City og var seldur fyrir tveimur árum.
Trafford átti frábært tímabil í vetur og hjálpaði Burnley að tryggja sér sæti í efstu deild á nýjan leik.
City má kaupa Trafford fyrir 40 milljónir punda en hann kostaði Burnley um 19 milljónir árið 2023.
Útlit er fyrir að nýr maður verði í marki City fyrir næsta tímabil en Ederson er líklega að kveðja félagið eftir átta ár.
City gerir sér vonir um að verðmiðinn verði lækkaður en gæti neyðst til þess að borga allar 40 milljónirnar.