Mynd af heimsfræga leikaranum Will Ferrell er að vekja athygli á Bretlandi og í Svíþjóð þessa stundina en hann er mikill knattspyrnuaðdáandi.
Ferrell var mættur á völlinn í gær og sá Manchester United spila við Leeds í æfingaleik sem lauk með markalausu jafntefli.
Ferrell á lítinn hluta í Leeds en bolur leikarans vakti athygli en þar segist hann elska Gnesta sem er smábær í Svíþjóð.
Eiginkona Ferrell er sænsk og ber nafnið Viveca Paulin en myndin ‘The Girl with the Dragon Tattoo’ var einnig tekin upp á svæðinu.
Ferrell eignaðist lítinn hlut í Leeds á sínum tíma en hann er duglegur að mæta á leiki víðs vegar og þá sérstaklega í heimalandinu, Bandaríkjunum.
Myndina má sjá hér.
Will Ferrell ❤️ Gnesta pic.twitter.com/kflOg4Wf6d
— Sportbladet (@sportbladet) July 19, 2025