Lokaleik helgarinnar í Bestu deild karla er nú lokið en spilað var á Víkingsvelli klukkan 19:15.
Valur mætti í heimsókn í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið en honum lauk með 2-1 sigri Vals.
Víkingar voru í brekku í þessum leik en liðið lék manni færri allan seinni hálfleikinn eftir rautt spjald á 44. mínútu.
Albin Skoglund kom Val yfir á 40. mínútu en stuttu seinna var markvörður Víkings, Ingvar Jónsson, rekinn af velli.
Víkingar sýndu þó karakter og komu til baka en Erlingur Agnarsson jafnaði metin á 65. mínútu og var staðan jöfn þar til undir lok leiks.
Patrick Pedersen sá um að tryggja Val sigur á 90. mínútu en það var eftir varnarmistök gestaliðsins.
Víkingur, Breiðablik og Valur eru öll með 30 stig eftir 15 leiki í toppsætunum eftir þennan leik.