fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Voru mjög nálægt því að semja við Van Dijk – ,,Höfðum mikinn áhuga“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. maí 2025 16:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferill Virgil van Dijk hefði svo sannarlega getað farið öðruvísi ef hann hefði skrifað undir hjá West Bromwich Albion á sínum tíma.

Van Dijk er í dag einn besti hafsent heims og spilar með Liverpool en hann kom fyrst til Englands til Southampton frá Celtic.

Tony Pulis, fyrrum stjóri West Brom, segist hafa verið nálægt því að semja við Van Dijk á sínum tíma en það var árið 2015.

,,Hversu nálægt vorum við Van Dijk? Mjög. Við spurðumst fyrir um hann en við vorum með mjög góða hafsenta á þessum tíma,“ sagði Pulis.

,,Jonas Olsson, Gareth McAuley var frábær, Jonny Evans og Craig Dawson. Við höfðum þó mikinn áhuga á Virgil.“

West Brom er í dag í næst efstu deild Englands og er Van Dijk væntanlega ánægður með að hafa valið Southampton á þessum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum