Helgi Fannar Sigurðsson, Hrafnkell Freyr Ágústsson og Hörður Snævar Jónsson fóru yfir allt það helsta í Íþróttavikunni á 433.is, en þættirnir koma út vikulega á 433.is.
Aron Einar Gunnarsson skrifaði undir nýjan samning við katarska félagið Al-Gharafa á dögunum. Kom hann inn í Meistaradeildarhóp félagsins á síðustu leiktíð en má búast við að hann verði nú í stærra hlutverki.
„Þeir eru að fjölga plássunum fyrir erlenda leikmenn og maður heyrði af því að Aron hefði spilað vel í Meistaradeild Asíu. Nú er hann kominn inn í bikarinn og stendur sig vel þar,“ sagði Hörður og hélt áfram.
„Fyrir hann 36 ára er geggjað að fá þennan díl, sem er sennilega góður. Á þessum aldri þarftu að vera nógu góður eða geggjaður karakter til að fá samning. Það er nóg af atvinnulausum fótboltamönnum að leita að díl. Það er viðurkenning fyrir hann að fá samning þarna.“