fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

,,Hann var sá eini sem reyndi að tala við mig, koma til mín og bjóða mér í mat“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. maí 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum undrabarnið Freddy Adu fer fögrum orðum um Cristiano Ronaldo, leikmann Al-Nassr, en þeir eyddu örlitlum tíma saman árið 2006.

Adu var þá aðeins 16 ára gamall en kom á reynslu til United þar sem Ronaldo spilaði frá 2003 til 2009 og gekk svo aftur í raðir liðsins seinna á ferlinum.

Að sögn Adu þá var Ronaldo eini leikmaður aðalliðs United sem kom almennilega fram og bauð hann velkominn til Manchester.

Adu var að lokum ekki fenginn til enska félagsins en ferill hans náði aldrei þeim hæðum sem margir bjuggust við.

,,Það tala allir um að Ronaldo sé hrokafullur og hitt og þetta en ég get sagt ykkur það að af öllum leikmönnunum sem voru þarna – hann var sá eini sem reyndi að tala við mig, koma til mín og bjóða mér í mat,“ sagði Adu.

,,Hann var mögnuð manneskja, auðvitað ber ég mikla virðingu fyrir honum en hún varð meiri eftir þetta. Hann varð minn uppáhalds leikmaður bara vegna þess hvernig hann kom fram við mig.“

,,Við ræddum aðeins saman – ég æfði mest með U23 liðinu, þarna var ég aðeins 16 ára gamall. Ég náði þó tveimur æfingum með aðalliðinu sem var frábært.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu