Margir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar eru gáttaðir eftir atvik sem átti sér stað á Vitality vellinum í Bournemouth í gær.
Bournemouth spilaði þar við Aston Villa og tapaði 0-1 en Ollie Watkins skoraði eina mark leiksins.
Tyrone Mings, varnarmaður Villa, hefði að mati flestra átt að fá rautt spjald í þessum leik fyrir mjög ljótt brot eftir rúmlega sjö mínútur.
Mings gaf leikmanni Bournemouth hressilegt olnbogaskot en var ekki refsað af dómurum leiksins.
Myndband af þessu má sjá hér.
Villa’s Mings with an elbow into the face of the Bournemouth player
VAR: ‘a natural action’… pic.twitter.com/v4AdqY0DgC
— NUFC Gallowgate 🏆 (@NUFCgallowgate) May 10, 2025