Arsenal ætlar sér að halda vængmanninum Leandro Trossard fyrir næsta tímabil en frá þessu greinir Daily Mail.
Samkvæmt Mail er Arsenal byrjað í viðræðum við Trossard um nýjan samning sem myndi gilda til ársins 2029.
Samningur Trossard á að renna út á næsta ári en liðið getur þó framlengt hann um eitt ár eða til 2027.
Trossard er enginn lykilmaður hjá Arsenal eftir komu frá Brighton en fær sína leiki og stendur sig oft prýðilega.
Trossard kom til Arsenal 2023 fyrir 27 milljónir punda en hann varð þrítugur fyrr á þessu ári.