fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Mourinho fékk athyglisverð skilaboð frá fyrrum leikmanni – ,,45 ára gamall maðut gæti unnið núverandi lið Chelsea“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. apríl 2025 20:11

Getty IMages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea og núverandi stjóri Fenerbahce, fékk athyglisverð skilaboð frá sínum fyrrum leikmanni á dögunum.

Mourinho greinir sjálfur frá en hann gerði flotta hluti með Chelsea og vann deildina árið 2005 þar sem liðið fékk aðeins á sig 15 mörk.

Margir leikmenn Chelsea á þeim tíma eru enn í bandi við Mourinho en ljóst er að Chelsea er ekki á sama stað í dag og er í baráttu um Meistaradeildarsæti.

Þessi ónefndi aðili vildi meina það að þetta Chelsea lið frá 2005 gæti unnið núverandi lið Chelsea ef þeir fengu tvær vikur til að undirbúa sig fyrir verkefnið.

,,Það var einn leikmaður sem spilaði með okkur 2004-2005 sem sendi mér skilaboð fyrir nokkrum vikum. Ég segi ykkur ekki hver hann er en hann er í dag 45 ára eða eitthvað í þá áttina,“ sagði Mourinho.

,,Þetta var ekki Frank Lampard eða John Terry en þessi maður sagði við mig: ‘Stjóri, ef þú nærð að safna saman 2004-2005 liðinu hjá Chelsea og við æfum saman þá eftir tvær vikur þá myndum við vinna núverandi lið Chelsea.’

,,Þetta var augljóslega brandari en hann vildi benda á hversu góðir við vorum, við vorum svo góðir að 45 ára gamall maður gæti æft í tvær vikur og unnið núverandi lið Chelsea. Á meðal okkar þá erum við ennþá lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá pólski á förum frá Arsenal

Sá pólski á förum frá Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir