fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Strax búinn að breyta um skoðun eftir mistökin um helgina?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 22:11

Maresca og Reece James.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, viðurkennir að hann viti ekki hver verður í marki liðsins í næsta leik eftir tap gegn Aston Villa í gær.

Chelsea tapaði 2 -1 gegn Villa á útivelli eftir að hafa komist yfir snemma leiks og var Filip Jorgensen í marki gestaliðsins.

Maresca gaf það út nýlega að Jorgensen væri orðinn markvörður númer eitt en hann hefur alls ekki verið sannfærandi í síðustu tveimur leikjum.

Jorgensen gerði sig sekan um mjög slæm mistök í leiknum í gær sem kostaði Chelsea stig og var Ítalinn ansi pirraður.

Robert Sanchez var í marki Chelsea fyrr á tímabilinu og eru góðar líkur á að hann fái annað tækifæri í næsta leik liðsins.

,,Ég veit það ekki. Það eru ekki mistökin í dag sem munu breyta minni skoðun varðandi Filip en við munum sjá til,“ sagði Maresca um stöðuna.

,,Framherji getur klikkað á dauðafæri og það lítur ekki út fyrir að vera of mikilvægt en um leið og markvörður gerir mistök þá sjá það allir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Calvert-Lewin á Old Trafford?

Calvert-Lewin á Old Trafford?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Zubimendi staðfestur hjá Arsenal

Zubimendi staðfestur hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð