fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Allt vitlaust eftir að hann lét þessi ummæli flakka í vikunni – ,,Ég ætlaði ekki að móðga neinn“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gian Piero Gasperini, stjóri Atalanta, segir að það hafi aldrei ætlað að móðga eigin leikmann eftir viðureign við Club Brugge í Meistaradeildinni í vikunni.

Gasperini vissulega baunaði á Ademola Lookman, leikmann Atalanta, eftir að vængmaðurinn klikkaði á vítaspyrnu í leiknum.

Gasperini talaði um Lookman sem eina af verstu vítaskyttum heims eftir leik – eitthvað sem leikmaðurinn tók persónulega og var mjög ósáttur með.

Þessi reynslumikli stjóri segir að hann hafi ekki ætlað að móðga Lookman með þessum ummælum og hefur enn bullandi trú á hans gæðum fyrir framan markið.

,,Þetta hafði gríðarleg áhrif, allt sem fylgdi þessum ummælum. Ég ætlaði ekki að móðga neinn,“ sagði Gasperini en Atalanta er úr leik eftir tvo leiki við Club Brugge sem er mjög óvænt.

,,Hann getur orðið góð vítaskytta og það myndi bæta hann sem markaskorara.. Ég segi alltaf mína skoðun fyrir framan allt liðið, það hefur aldrei haft áhrif á leikmennina.“

,,Hann fann fyrir árás af minni hálfu en það var ekki mín áætlun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum