fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Segir frá fallegri sögu af Ronaldo þegar hann var illa haldin á sjúkrahúsi – Studdi við bakið á fjölskyldu hans þegar óvissan var mikil

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 18:30

Ronaldo, frú og börn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo fagnaði fertugsafmæli sínu í gær og af því tilefni fór einn hans besti vinur, Pepe, í viðtal í heimalandi þeirra.

Pepe og Ronaldo hafa átt gott samband en þeir spiluðu í átta ár saman hjá Real Madrid en auk þess að spila lengi saman í landsliði Portúgals.

Árið 2012 fékk Pepe mjög alvarleg höfuðhögg í leik gegn Valencia og þakkar Ronaldo fyrir stuðninginn á þeim tíma.

„Ég á augnablik með Ronaldo sem fer aldrei úr huga mínum þrátt fyrir að ég muni ekkert eftir því,“ sagði Pepe í viðtalinu í Portúgal.

„Ég fékk þungt höfuðhögg í leiknum og það kom sprunga í höfuðkúpuna mína. Ég man ekkert eftir þessu.“

Eftir að hafa legið sofandi í fleiri klukkutíma vaknaði Pepe á sjúkrahúsinu.

„Ég vaknaði á spítalanum morguninn eftir og var klæddur í Real Madrid búninginn og bundinn við rúmið. Ég spurði fjölskyldu mína hvað hefði erst.“

„Ég sá svo fréttirnar um að Cris hefði verið hérna. Ég hafði ekki hugmynd um það, Cris var hérna alla nóttina og studdi við fjölskyldu mína. Móðir mín var áhyggjufull en hún var mætt til okkar til að sjá fæðingu dóttur minnar.“

„Ronaldo var hérna til að gefa mér styrk og að fjölskylda mín hefði stuðning á erfiðum tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“