fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, sagði frá magnaðri uppákomu sem hann lenti í er hann heimsótti Argentínu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á dögunum.

Birgir var í heimsókn hjá fjölskyldu sem hann hafði dvalið hjá sem skiptinemi í Argentínu á sínum tíma. Komst hann að því að í fjölskyldunni í dag væri argentískur nafni Rúriks Gíslasonar, fyrrum landsliðsmanns Íslands.

„Ég á stóra fjölskyldu þarna úti, skiptinemafjölskyldu. Það er haldið stórt partý, 60 manns. Ég er ekki búinn að hitta þetta fólk í 20 ár. Svo kemur ein argentínsk frænka mín upp að mér og heilsar. Hún heldur á nýfæddu barni og ég spyr hvað hann heitir. Hún segir að hann heiti Rúrik,“ rifjaði Birgir upp.

„Rúrik? Það er ekki nafn sem ég hef heyrt í Argentínu. Hún segir að þau hafi viljað norrænt nafn, víkinganafn. „Hvernig enduðuð þið á Rúrik?“ spyr ég hana. Þá spyr hún mig hvort ég þekki ekki Rúrik Gíslason.“

Eins og flestir vita varð Rúrik afar vinsæll í Argentínu, og í raun Suður-Ameríku allri, eftir að íslenska landsliðið mætti því argentíska á HM í Rússlandi 2018.

„Ég er ekki að djóka. Hún er þá svaka aðdáandi Ice Guys. Mér fannst þetta galið. Rúrik Gíslason á nafna í Argentínu, þetta er sturluð staðreynd,“ sagði Birgir enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja