fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, sagði frá magnaðri uppákomu sem hann lenti í er hann heimsótti Argentínu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á dögunum.

Birgir var í heimsókn hjá fjölskyldu sem hann hafði dvalið hjá sem skiptinemi í Argentínu á sínum tíma. Komst hann að því að í fjölskyldunni í dag væri argentískur nafni Rúriks Gíslasonar, fyrrum landsliðsmanns Íslands.

„Ég á stóra fjölskyldu þarna úti, skiptinemafjölskyldu. Það er haldið stórt partý, 60 manns. Ég er ekki búinn að hitta þetta fólk í 20 ár. Svo kemur ein argentínsk frænka mín upp að mér og heilsar. Hún heldur á nýfæddu barni og ég spyr hvað hann heitir. Hún segir að hann heiti Rúrik,“ rifjaði Birgir upp.

„Rúrik? Það er ekki nafn sem ég hef heyrt í Argentínu. Hún segir að þau hafi viljað norrænt nafn, víkinganafn. „Hvernig enduðuð þið á Rúrik?“ spyr ég hana. Þá spyr hún mig hvort ég þekki ekki Rúrik Gíslason.“

Eins og flestir vita varð Rúrik afar vinsæll í Argentínu, og í raun Suður-Ameríku allri, eftir að íslenska landsliðið mætti því argentíska á HM í Rússlandi 2018.

„Ég er ekki að djóka. Hún er þá svaka aðdáandi Ice Guys. Mér fannst þetta galið. Rúrik Gíslason á nafna í Argentínu, þetta er sturluð staðreynd,“ sagði Birgir enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tekur við Real Madrid í sumar

Tekur við Real Madrid í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dortmund reynir að fá Bellingham

Dortmund reynir að fá Bellingham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Í gær

Norðmennirnir héldu vöku fyrir stjörnunum í nótt – Myndband

Norðmennirnir héldu vöku fyrir stjörnunum í nótt – Myndband
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni