fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Neymar segir að þarna hafi hegðun Mbappe breyst – „Varð smá öfundsjúkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 17. janúar 2025 10:30

Mbappe og Neymar ásamt Lewis Hamilton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar segir að hegðun Kylian Mbappe hafi breyst þegar Lionel Messi mætti til Paris Saint-Germain sumarið 2021.

Neymar, sem spilar í dag með Al-Hilal, var þá á mála hjá PSG en enginn þessara þriggja er hjá félaginu í dag. Messi kom til PSG í kjölfar þess að hann yfirgaf Barcelona vegna fjárhagsvandræða.

„Ég kallaði hann oft gullstrákinn. Ég sagði honum að hann væri einn sá besti í heimi, var alltaf til í að hjálpa honum og tala við hann,“ sagði Neymar um Mbappe, en þeir komu saman til PSG 2017 og voru stærstu stjörnur liðsins.

„Þegar Messi kom varð hann smá öfundsjúkur. Hann vildi ekki deila mér með neinum. Þá byrjuðu rifrildin og hegðunin breyttist. Við rifumst stundum okkar á milli,“ sagði Neymar enn fremur.

Mbappe gekk í raðir Real Madrid í sumar á frjálsri sölu eftir mikið stríð við PSG. Messi spilar í dag með Inter Miami í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó