fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 17. janúar 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA hefur staðfest að KSÍ í samstarfi við Keflavík hljóti 25.000 evru styrk úr „UEFA Refugee Grant“ sjóðnum, sem ætlaður er til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum. Aldrei hafa eins margir aðilar sótt um styrk úr sjóðnum frá UEFA, og voru um 29 umsækjendur vítt og breitt um Evrópu sem sóttu um styrkinn.

Undanfarin ár hefur Keflavík, með styrk frá UEFA, boðið börnum hælisleitenda og flóttamanna að æfa fótbolta tvisvar til þrisvar í viku. Markmið verkefnisins er að styðja við samfélagslega aðlögun flóttamanna og hælisleitenda. Það er mikill fjöldi hælisleitenda og flóttamanna í Keflavík og hefur oft á tíðum reynst erfitt að fá börn af erlendum uppruna til að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Íþróttir, þar með talinn fótbolti, eru kjörinn vettvangur til að tengja fólk með ólíka bakgrunna við hvort annað, íþróttina sjálfa og aðra iðkendur. Afraksturinn er sterkara íþróttastarf, betri líkamleg og andleg líðan þátttakenda og betri aðlögun hælisleitenda og flóttamanna í þeirra nánasta umhverfi.

Keflavík mun koma til með að bjóða upp á æfingar, skaffa aðstöðu, þjálfara og aðstoða þátttakendur með búnað til iðkunar. „Fótbolti er fullkomin leið til að byggja brýr á milli ólíkra hópa,“ segir Hjördís Baldursdóttir, íþróttastjóri Keflavíkur. „Fótbolti er eins konar alþjóðlegt tungumál; markmiðið er einfaldlega að hafa gaman og bjóða fleirum að taka þátt í fjörinu.“

Líkt og kemur fram í opinberri stefnu KSÍ um samfélagsleg verkefni 2023–2026, þá telur knattspyrnuhreyfingin um 10% íslensku þjóðarinnar. Knattspyrnusamband Íslands lítur því á það sem skyldu sína að nýta þann kraft sem býr í knattspyrnufjölskyldunni til að vera virkur þátttakandi í samfélagslegum verkefnum sem gera raunverulegt og áþreifanlegt gagn. Verkefni sem þessi skipta svo sannarlega sköpum fyrir samfélagið, og erum við afar stolt af því að geta tekið þátt í verkefnum af þessu tagi.

Texti af vef KSÍ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó