fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Orri Steinn ratar á forsíður enskra blaðsins og fær lofsöng – Telja að virði hans verði 9 milljarðar á næstu tveimur árum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Steinn Óskarsson 19 ára framherji FCK í Danmörku og íslenska landsliðsins er að mati Daily Mail einn efnilegasti knattspyrnumaður í heimi. BLaðið fékk hóp sérfræðinga til að setja listann saman.

Orri er afar öflugur sóknarmaður sem mörg lið hafa verið að eltast við í sumar. Má þar nefna Girona á Spáni.

Segir Daily Mail að FCK hafi hafnað tilboði sem hljóðaði upp á 2,7 milljarða í Orra í sumar en hann skrifaði undir nýjan samning á dögunum.

„Orri var frábær námsmaður og var yfirleitt í bekk með eldri krökkum. Hann kemur úr íþróttafjölskyldu en faðir hans og systir hafa spilað í atvinnumennsku og móðir hans var mögnuð handboltakona,“ segir í umfjöllun Daily Mail.

Faðir Orra er Óskar Hrafn Þorvaldsson sem er er nú þjálfari KR.

„Á næstu tveimur árum verður hann 50 milljóna punda framherji,“ segir sérfræðingur í kaupum á knattspyrnumönnum við Daily Mail. Telur þessi sérfræðingur að virði Orra verði um 9 milljarðar.

Segir í frétt Daily Mail að lið í ensku úrvalsdeildinni hafi áhuga á honum en þar er einnig minnst á Hákon Arnar Haraldsson og að lið á Englandi hafi einnig áhuga á honum.

Lista Daily Mail má lesa í heild hérna yfir efnilegustu knattspyrnumenn í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi
433Sport
Fyrir 3 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt