fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Orri Steinn ratar á forsíður enskra blaðsins og fær lofsöng – Telja að virði hans verði 9 milljarðar á næstu tveimur árum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Steinn Óskarsson 19 ára framherji FCK í Danmörku og íslenska landsliðsins er að mati Daily Mail einn efnilegasti knattspyrnumaður í heimi. BLaðið fékk hóp sérfræðinga til að setja listann saman.

Orri er afar öflugur sóknarmaður sem mörg lið hafa verið að eltast við í sumar. Má þar nefna Girona á Spáni.

Segir Daily Mail að FCK hafi hafnað tilboði sem hljóðaði upp á 2,7 milljarða í Orra í sumar en hann skrifaði undir nýjan samning á dögunum.

„Orri var frábær námsmaður og var yfirleitt í bekk með eldri krökkum. Hann kemur úr íþróttafjölskyldu en faðir hans og systir hafa spilað í atvinnumennsku og móðir hans var mögnuð handboltakona,“ segir í umfjöllun Daily Mail.

Faðir Orra er Óskar Hrafn Þorvaldsson sem er er nú þjálfari KR.

„Á næstu tveimur árum verður hann 50 milljóna punda framherji,“ segir sérfræðingur í kaupum á knattspyrnumönnum við Daily Mail. Telur þessi sérfræðingur að virði Orra verði um 9 milljarðar.

Segir í frétt Daily Mail að lið í ensku úrvalsdeildinni hafi áhuga á honum en þar er einnig minnst á Hákon Arnar Haraldsson og að lið á Englandi hafi einnig áhuga á honum.

Lista Daily Mail má lesa í heild hérna yfir efnilegustu knattspyrnumenn í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Wayne Rooney með ráð til Jack Grealish

Wayne Rooney með ráð til Jack Grealish
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Í gær

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar