fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Var undir rannsókn og yfirheyrsla á dagskrá – Greint frá andláti hans í dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. desember 2024 21:54

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskir miðlar fjalla nú um heldur undarlegt mál sem snýr að kynþáttaníði stuðningsmanns á leik Chester og Warrington í ensku utandeildinni á laugardag. Einstaklingurinn sem átti í hlut fannst síðar látinn.

Um er að ræða stuðningsmann Chester sem beindi kynþáttaníði sínu að Bohan Dixon, leikmanni Warrington. Fyrrnefnda félagið gaf út yfirlýsingu eftir leikinn á laugardag.

„Okkur þótti miður og við vorum reið að sjá kynþáttaníði beint að leikmanni Warrington í leik liðanna. Við höfum komist yfir myndband af atvikinu og komist að því hver á í hlut. Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú málið ásamt lögreglu,“ sagði meðal annars í henni.

Í dag gaf félagið svo út yfirlýsingu þess efnis að umræddur einstaklingur væri látinn.

„Það syrgir okkur mikið að hafa frétt af andláti einstaklingsins sem átti í hlut. Hugur okkar er hjá fjölskyldu og vinum.“

Lögreglan segir í yfirlýsingu að einstaklingurinn hafi látist í íbúð í Wales en ekki er grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Þar kemur einnig fram að yfirheyrsla hans hafi verið á dagskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“