Leroy Sane kantmaður FC Bayern lokar ekki á það að fara til Englands í sumar þegar samningur hans við Bayern er á enda.
Kantmaðurinn knái verður samningslaus næsta sumar og má því hefja samtalið við önnur félög í janúar.
Sane er 28 ára gamall og virðist ekki eiga að vera lykilmaður í liði Vincent Kompany.
„Ég fylgist með enska boltanum og horfi á leikina í sjónvarpinu, það er mikilvægast fyrir mig að vera hjá félagi þar sem ég bæti mig og vinn titla,“ segir Sane.
Hann er sterklega orðaður við Arsenal og Manchester United þessa dagana en segir. „Ég hef þetta hjá Bayern,“ sagði Sane og sagðist eiga samtal við félagð um nýjan samning.