

Amadou Onana miðjumaður Aston Villa mætti til æfinga hjá landsliði Belgíu í dag í bol sem hefur vakið verðskuldaða athygli.
Amadou var með Belgum á Evrópumótinu í sumar þegar hann var að svara spurningum fréttamanna.
Einn þeirra kallaði hann Andre sem Amadou hafði ekkert sérstaklega gaman af.
„Andre er ekki einu sinni nafnið mitt vinur,“ sagði miðjumaðurinn knái en bað fréttamanninn svo að halda áfram.
🇧🇪Amadou Onana 🗣️
“Andre is not even my name mate”
The change in language and accent is craaazy here 😭 pic.twitter.com/ivefChv6RO
— António Mango (@AntonioMango4) June 18, 2024
Til að slá á létta strengi ákvað Amadou að prenta þessa línu á bol og mætti í honum þegar landslið Belgíu kom saman í dag.
Boinn góða má sjá hér að neðan.
Amadou Onana pulled up to Belgium's Nations League camp wearing an "André is not even my name mate!" shirt 😂
Onana famously said that to a reporter who called him André, the name of Man United's goalkeeper, during an interview at the Euros.
(📸 @BelRedDevils) pic.twitter.com/3RXj2soLqs
— ESPN FC (@ESPNFC) September 2, 2024