fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Mikið í húfi á Akureyri í kvöld – Valur alltaf unnið KA síðan Arnar fór yfir

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 13:30

Arnar Grétarsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA tekur á móti Val í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Sæti í úrslitaleik gegn Víkingi eða Stjörnunni er undir.

Leikurinn er áhugaverður fyrir margar sakir en þarna er Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, til að mynda að mæta sínu fyrrum félagi. Hann yfirgaf KA seint á tímabilinu 2022 og um haustið var tilkynnt að hann myndi stýra Val tímabilið eftir.

Síðan hafa þessi lið mæst í fjórum mótsleikjum og Valur unnið þá alla. Þrír þeirra voru í deild og einn í Lengjubikar, en deildabikarleikurinn vannst í vítaspyrnukeppni. Tveir þeirra fóru fram á Hlíðarenda og tveir fyrir norðan.

Margir velta fyrir sér hvort Gylfi Þór Sigurðsson og Jónatan Ingi Jónsson verði með Val í kvöld. Jónatan fór meiddur af velli í síðasta leik en Gylfi virðist nálgast endurkomu eftir sín meiðsli.

Veðbankar eru hliðhollir Völsurum fyrir kvöldið en stuðull á sigur þeirra á Lengjunni er 1,85. Stuðull á sigur KA er 3,41 og 3,92 á jafntefli.

Leikurinn hefst klukkan 18 á Greifavellinum á Akureyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Í gær

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Í gær

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu
433Sport
Í gær

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“