fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Mikið í húfi á Akureyri í kvöld – Valur alltaf unnið KA síðan Arnar fór yfir

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 13:30

Arnar Grétarsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA tekur á móti Val í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Sæti í úrslitaleik gegn Víkingi eða Stjörnunni er undir.

Leikurinn er áhugaverður fyrir margar sakir en þarna er Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, til að mynda að mæta sínu fyrrum félagi. Hann yfirgaf KA seint á tímabilinu 2022 og um haustið var tilkynnt að hann myndi stýra Val tímabilið eftir.

Síðan hafa þessi lið mæst í fjórum mótsleikjum og Valur unnið þá alla. Þrír þeirra voru í deild og einn í Lengjubikar, en deildabikarleikurinn vannst í vítaspyrnukeppni. Tveir þeirra fóru fram á Hlíðarenda og tveir fyrir norðan.

Margir velta fyrir sér hvort Gylfi Þór Sigurðsson og Jónatan Ingi Jónsson verði með Val í kvöld. Jónatan fór meiddur af velli í síðasta leik en Gylfi virðist nálgast endurkomu eftir sín meiðsli.

Veðbankar eru hliðhollir Völsurum fyrir kvöldið en stuðull á sigur þeirra á Lengjunni er 1,85. Stuðull á sigur KA er 3,41 og 3,92 á jafntefli.

Leikurinn hefst klukkan 18 á Greifavellinum á Akureyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Í gær

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu