Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United las yfir Gary Neville fyrrum samherja sínum í þætti á Sky Sports. Ástæðan er sú að Neville talar enn um Sir Alex Ferguson sem stjórann.
Neville talar aldrei um Sir Alex eða Ferguson heldur notar orðið „boss“ um hann.
„Hann var þjálfarinn hjá fótboltaliðinu, af hverju kallarðu hann stjórann? Kallarðu einhvern annan stjórann fyrir utan konuna þína,“ segir Keane við Neville.
Neville segir að í 25 ár hjá United hafi hann kallað hann stjórann og því sé það eðlilegt að halda því áfram.
„Ég vandist því að kalla hann þetta í 25 ár, við höfum rætt þetta áður. Ég myndi aldrei kalla hann Alex, í 25 ár kallaði ég hann stjórann.“
Keane botnar ekki í þessu. „Ég skil þetta ekki, hann er ekki stjórinn þinn lengur.“
🇮🇪😮 Roy Keane tells Gary Neville to stop calling Sir Alex Ferguson as “boss” pic.twitter.com/KNiZFMS0js
— CentreGoals. (@centregoals) May 22, 2024